top of page
30.jpg

Um listamanninn

Sjálfsmynd.jpg

Sigrún Jónsdóttir, Ásvelli í Fljótshlíð, er fædd árið 1970. Hún er frá Lambey, dóttir hjónanna Jóns "Jónda" Kristinssonar og Ragnhildar Sveinbjarnardóttur og er yngst níu systkina. Eftir grunnskóla hóf hún þriggja ára nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð, en lokaárið tók hún í Fjölbrautarskóla Suðurlands 1990. Hún lauk námi úr málaradeild frá Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1997. Þriðja námsárið sitt þar nam hún sem skiptinemi við Háskólann í Granada á Spáni. Sigrún lauk B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004 og starfar hún sem kennari við Grunnskólann á Hvolsvelli. Sambýlismaður hennar er Jón Valur Baldursson og eiga þau tvo syni, Matthías, f. 2001 og Elías Pál, f. 2005.

Sigrún var valin sveitalistamaður Rangárþings eystra árið 2014 og var það í fyrsta sinn sem sú viðurkenning var veitt.  Sigrún hefur meðal annars haldið námskeið, sett upp sýningar, myndskreytt og gert sviðsmyndir fyrir leiksýningar.

Spoi.jpg

Merki fyrir Spóa Guesthouse 
á Hvolsvelli.

  • Facebook

Myndskreytingar í samstarfi við Porterhouse. Geisladiskurinn Spinal Chords var gefinn út 2010 til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands.

Tíu myndverk voru gerð með tíu lögum disksins. Sýning og tónleikar í Gallerý Ormi á Hvolsvelli.

Porterhouse.jpg
SSK_edited.png

Jólakort Sambands sunnlenskra kvenna árið 2011. Myndin sýnir Maríu, Jesú, snjótittlinga og Eyjafjallajökul.

Um Listamanninn: Bio

©2020 by Sigrún Jónsdóttir

bottom of page